Gaukur í klukku
[Verse 1]
Þar sem garðurinn er hæstur
Er fuglinn minn lægstur
Í ferðum sínum auglýsir hann ull
Ég hafði fjóra kosti að velja um
Ég kaus hann út af litnum
Í búrinu sveik hann um lit
[Chorus]
Hann gerir svoddan lukku
Eins og gaukur í klukku
Heimurinn féll að fótum hans
Um hálsinn fékk hann krans
Hann gerir svoddan lukku
Eins og gaukur í klukku
Heimurinn féll að fótum hans
Um hálsinn fékk hann krans
[Verse 2]
Hefur setið til borðs í veislum
Með örnum og fálkum
Og haldið hann væri annað en lítill fugl
Gott þykir honum skjallið
Um fegurð sína og fjallið
Sem blasir við borgarbúum líkt og skíragull
[Chorus]
Hann gerir svoddan lukku
Eins og gaukur í klukku
Heimurinn féll að fótum hans
Um hálsinn fékk hann krans
Hann gerir svoddan lukku
Eins og gaukur í klukku
Heimurinn féll að fótum hans
Um hálsinn fékk hann krans
[Verse 3]
Stóri bróðir örninn
Býður honum gogginn
Lokar bara augunum
Labbar síðan inn
Því hann byggir honum flugstöð
Þar sem ernir lenda í beinni röð
Í staðinn fær hann efni
Í hreiður fyrir eggin sín
[Chorus]
Hann gerir svoddan lukku
Eins og gaukur í klukku
Heimurinn féll að fótum hans
Um hálsinn fékk hann krans
Hann gerir svoddan lukku
Eins og gaukur í klukku
Heimurinn féll að fótum hans
Um hálsinn fékk hann krans