Síðasti örninn
[Bubbi Morthens]
Hann situr við gluggann gamall maður
Gengið dagur hefur tímans til
Um hug hans flæðir fljót af orðum
Sem finna ekki skáldið sitt
Í hrauninu svipir hins liðna líða
Látnir vinir stoppa um stund
Og augu hans virðast vakna til lífsins
Þegar vofurnar hverfa á hans fund
Um Herdísarvíkina vængstífður situr
Völdum rúinn einn og sér
Í Herdísarvík heyrist vængjaþytur
Vængjaþytur þegar skyggja fer
Hann rifjar upp marga sæta sigra
Er sigldi hann í víking með vopnin brýn
Þau vopn sem stolt hans voru og prýði
Virðast löngu grafin og týnd
Og nóttin hún líður við lestur hugans
Leiðin til hjartans er beiskjulaus
Í myrkri hann situr og syrgir ekkert
Því sjálfur leiðina hann kaus
Um Herdísarvíkina vængstífður situr
Völdum rúinn einn og sér
Í Herdísarvík heyrist vængjaþytur
Vængjaþytur þegar skyggja fer
Nýr dagur fellur úr fangi himins
Í fjallagili fá skuggar skjól
Hann situr við gluggann gamall maður
Með gæfunnar brotið hjól
Um Herdísarvíkina vængstífður situr
Vöndum rúinn einn og sér
Í Herdísarvík heyrist vængjaþytur
Vængjaþytur þegar skyggja fer
Sedet ad fenestram, senex
Dies ad temporem festinavit
Per mentem eius flumen verborum fluet
Quae non poetam suam inveniunt
In lava vultus anterioris cedunt
Mortui amici paulisper morantur
Et oculi eius videntur excitari
Cum umbrae conveniant ad eum
Per Herdísarvicem sectus alum sedet
Privatus potestatis solus singularisque
In Herdísarvice auditur adplausus
Adplausus cum obscurum fit
Meminit plurimas dulces victorias
Cum telis ad dеpopulandum navigavisset
Tela quae caraе superbiae eius erant
Iam diu condita atque perdita videntur
Et nox obiit legendo mentis
Via ad pectorem sine amaritudine est
Tenebrā sedet et nihil luget
Quod ipse viam optavit
Per Herdísarvicem sectus alum sedet
Privatus potestatis solus singularisque
In Herdísarvice auditur adplausus
Adplausus cum obscurum fit
Dies novus occidit manu caelis
Convalle tenebri umbraculum nanciscuntur
Sedet ad fenestram senex
Cum felicitatis rotā dimidiā
Per Herdísarvicem sectus alum sedet
Privatus potestatis solus singularisque
In Herdísarvice auditur adplausus
Adplausus cum obscurum fit