Friðargarðurinn
[Verse 1]
Mjólkurhvít ský þau skríða yfir bæinn
Skuggi undir húsvegg lifnar við
Hér á meðal trjánna í garðinum græna
Geta allir fundir ró og frið
Mosavaxin trén þau tala við mig
Taka burtu stressið úr huga mér
Yndislegar sögur mér segja
Að sálir dauðra lifi í sér
[Chorus]
Í friðargarðinum gefur að líta
Gamlar konur arfann slíta
Rónar drekka deginum að eyða
Dópaðan ungling ástina leiða
Fólk á göngu fyrir háttinn
Þar fékk hann Þórbergur dráttinn
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
[Verse 2]
Ég sé ártöl höggin í hrjúfa steina
Heiðnar rúnir, engla og ský
Nöfn á fólki fallin í gleymsku
Falin milli trjánna garðinum í
Mjólkurhvít ský þau skríða yfir garðinn
Skuggar undir trjánum lifna við
Kött sé ég hljóðlaust klifra birkið
Kvöldið færir huganum frið
[Chorus]
Í friðargarðinum gefur að líta
Gamlar konur arfann slíta
Rónar drekka deginum að eyða
Dópaðan ungling ástina leiða
Fólk á göngu fyrir háttinn
Þar fékk hann Þórbergur dráttinn
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
[Instrumental Bridge]
[Chorus]
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum
Í friðargarðinum...