Ýdalir

ýdalir standa við endalaust fljót
ullur þá reisti og byggði
fjallgarður skýlir og fjörður í mót
fallegt hvert strá, sérhver þúfa og grjót
þúsundir búa og þakka hvert dægur
þjóð sinni hamingju tryggði
ullur er guðlegur, fagur og frægur
forgöngumaður og dómari vægur

bundin að engu þar bjuggu í friði
bændur sem enginn styggði
ræktuðu landið og rótgróna siði
ríkti þar ullur með fylgdarliði
rænt hefur ýdölu níðhöggur nú
nístandi grætti og hryggði
runnu þau öll yfir brennandi brú
börnin í ofboði, ullur og hjú

ýdalir standa við endalaust fljót
ullur þá reisti og byggði
fjallgarður sviðinn, um fjörð liggur sót
fallið hvert strá, sérhver þúfa og grjót
flaug yfir hljóðlátur, fólkið í bóli
feigðin á borgina skyggði
vakti þau óður með ísköldu góli
ullur þá flúði af höfðingjastóli

finndu þeim skjól, sonur sifjar
sorfinn í tímann skurður
vega þær vandlega klyfjar
verðandi, skuld og urður

Curiosidades sobre a música Ýdalir de Skálmöld

Quando a música “Ýdalir” foi lançada por Skálmöld?
A música Ýdalir foi lançada em 2023, no álbum “Ýdalir”.

Músicas mais populares de Skálmöld

Outros artistas de